Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ríkisstjórnin

Jæja, nú er ríkisstjórnin loksins að borga fyrir hrokafulla framkomu við okkur fólkið með því að falla  beint á andlitið í eigin drullupoll.

 Ég get nú ekki beint sagt að þetta sé sú staða sem ég vildi að kæmi upp en hei við erum víst fólkið, við kusum þetta lið og þau eiga okkur tilvist sína að þakka (stjórnmálatilvist þ.e.a.s).  Hefið komið mun betur út ef þau hefðu viðurkennt það og sagt okkur hvað stóð til, hvað átti að gera og hvort búið var að gera eitthvað.

Heyrði í einum sem sagði "Þið ættuð nú bara aðeins að hugsa, var ekki sagt að atvinnuleysi ætti að vera orðið og verðbólga ætti að verða en er bara miklu minna og ástandið miklu betra.  Veit ekki hvar sjálfstæðismenn eru með hausinn en það er ekki hér úti hjá okkur hinum.  Uppsagnir koma ekki til framkvæmda fyrr en í apríl til júní og að auki fara fyrirtæki ekki að fara á hausinn að neinu ráði fyrr en þá.  Þá verða Davíð, Geir og Ingibjörg endanlega búinn að drepa þau og okkur með hávaxtastefnu sinni.  (Hvað varð af Fjármálaráðherra, er svona kreppa ekki þeirra mál).

Nú er tími til kominn að við fólkið hættum þessu helvítis flokkarugli því Sjálfstæðisfólk, Samfylkingarfólk og Vinstri grænir auk allra hinna flokkaranna eru að gera það sem þeir geta fyrir FLOKKINN.  Fólk verði nú að hætta að hugsa um sig sjálft og gera það sem þarf fyrir flokkinn.  BULL segi ég. Flokkarnir eru til þess fallnir að hygla flokksmönnum en ekki til að vinna að hagsmunum okkar sem ekki erum í öðrum flokki en að vera ÍSLENDINGAR (Hvítir, Brúnir, Gulir eða jafnvel grænir).  Það er nóg að vera af þessu flokki til að eiga rétt á því að unnið sé að okkar málum.

 Ég er ekki flokksbundinn neinum flokki, ég hef reynt að velja mér fólk þegar ég kýs.  Vandinn er að það er alveg sama hvar maður finnur gott fólk það er alltaf beygt undir FLOKKINN.  Frelsum Alþingi, höfum ráðherra óflokksbundna. Ráðum sérfræðinga sem ráðherra og kjósum okkar fulltrúa á þing til að vinna með þeim.  Finnum leiðir til að þetta fólk geti unnið án þess að bjóða þeim upp á að misnota valdið með vinagreiðum og bitlingum til fjölskyldu og vina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband