Landeyður og lyddur
25.2.2009 | 15:23
Fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar guggnuðu á að leggja fram mótmæli hvað þá kærur þegar "Hooligan" þjóðin Bretar tók okkur beinlínis í þurrt og eru enn að, segja ekki einu sinni takk fyrir.
Núna eru Samfylking, Vinstri Grænir og Framsóknarmenn sömu landráðamennirnir og áður. Hafi Auðmenn íslands rænt okkur í gegnum bankana og Bretar farið illa með okkur með viðskipta og gjaldeyrishöftu þá er það með þegjandi samþykki ráðamanna landsins bæði fyrr og nú.
Við ætlum greinilega að sitja á rassgatinu, leyfa Bretum, auðmönnum, bankastjórum, þingmönnum, ráðherrum og veraklíðsleiðtogum að liggja á meltunni og gera ekkert þar til við erum orðin svo sátt við ástandið að það þarf ekki að gera neitt.
Þó ekki sé annar tilgangur með kæru fyrir hvaða dómstól sem er, jafnvel íslenskum, sem dæmir aðgerðina ólöglega og birtir það heiminum (bréf á sendiherra, utanríkisráðherra og fréttamiðla allra landa) þá eru þetta og verða landráðamenn. Ég er kannski fornmaður í mér en hér er um meira að ræða en sparifé í IceSafe, það er um heiður heillar þjóðar sem hefur gegnum aldirnar stært sig af því að vera sjálfstæð og sterk. Mér finnst íslendingurinn aumur og skammast mín fyrir að vera slíkur þessa stundina.
Ég stóð ekki og barði potta við Alþingi, ég fór ekki heim til ráðamanna og krotaði á veggi, ég fór heldur ekki að kaupa mér grímu til að þekkjast ekki. Ég trúði því að það væri fólk sem vildi vinna í málunum og segja mér hvað væri að gerast.
Ingibjörg, Jóhanna, Steingrímur, Sigmundur, skammist þið til að standa undir því sem þið lofuðuð með þessari stjórn og ******** þið til að vinna vinnuna ykkar.
Veldur miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.